Blak: Þróttarliðin unnu sinn leikinn hvort

blak throttur afturelding 11042014 0075 webÞróttur Neskaupstað og Þróttur Reykjavík berjast um fjórða sæti úrvalsdeildar kvenna í blaki og þar með síðasta sætið í úrslitakeppni Íslandsmótsins í vor. Liðin unnu sinn leikinn hvort þegar þau mættust um síðustu helgi.

Leikirnir fóru báðir fram í Reykjavík og vann heimaliðið fyrri leikinn á föstudagskvöld, 3-1 eða 25-11, 25-23, 24-26 og 25-11 í hrinum.

Norðfjarðarliðið vann hins vegar seinni leikinn 0-3, 22-25, 22-25 og 14-25. Það heldur þar með þriggja stiga forskoti en hefur leikið tveimur leikjum meira.

„Fyrri leikurinn var slakur sérstaklega, sérstaklega fyrsta og fjórða hrina þar sem við náðum aldrei að sýna okkar leik og vorum í miklum vandræðum með uppgjafir Reykjavíkurliðsins," segir Matthías Haraldsson þjálfari Þróttar.

Hann var eðlilega ánægðari með seinni leikinn. „Við settum meiri pressu í uppgjafirnar og móttakan var einnig mun betri en á föstudeginum. Barist var um alla bolta og mikið af löngum skorpum í báðum leikjum."

Þótt Reykjavíkurliðið eigi tvo leiki til góða eru andstæðingarnir þrjú efstu liðin í deildinni. Norðfjarðarliðið fær hins vegar botnlið KA í heimsókn í tveimur leikjum um miðjan mars.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.