Íþróttir helgarinnar: Höttur getur tryggt úrvalsdeildarsæti

karfa hottur breidablik jan15 0083 webHöttur getur tryggt sér sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á næstu leiktíð þegar liðið heimsækir Hamar í kvöld.

Átta stig skilja liðin að fyrir leik kvöldsins en Hamarsliðið á leiki til góða á Hött. Á milli þeirra er FSu með tveimur stigum meira en Hamar en leik meira.

Sunnanliðin geta aðeins náð Hetti að stigum með að vinna sína síðustu leiki en Höttur þarf aðeins að vinna einn af síðustu þremur leikjum sínum til að fara beint upp. Tveir þeirra eru gegn Hamri og FSu.

Karlalið Þróttar í blaki heimsækir Fylki í Árbænum í kvöld. Þróttur er að berjast um þriðja sæti deildarinnar við KA sem á leiki til góða.

Fjarðabyggð leikur þriðja leik sinn í Lengjubikar karla og fær Keflavík í heimsókn í Fjarðabyggðarhöllina klukkan 13:00 á sunnudag. Fjarðabyggð vann Hauka 1-3 um síðustu helgi.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.