Íþróttir helgarinnar: Höttur þarf að bíða

karfa hottur breidablik jan15 0020 webHetti mistókst að tryggja sér sæti í úrvalsdeild karla um helgina þegar liðið tapaði fyrir Hamri í Hveragerði. Fjarðabyggð vann góðan sigur á Keflavík í Lengjubikar karla.

Höttur tapaði 119-107 fyrir FSu á Selfossi á föstudagskvöld. Höttur hafði undirtökin í fyrsta leikhluta og var yfir 22-25 að honum loknum.

Um miðjan annan leikhluta komust heimamenn í fyrsta sinn yfir, 42-41 og voru síðan 58—47 yfir í hálfleik eftir afar góðan leikkafla.

Hattarmenn voru samt aldrei langt undan og eygðu enn von í lok þriðja leikhluta þegar munurinn var 88-83.

Sá munur hélst stöðugur en í lokin hertu heimamenn tökin og unnu að lokum með 12 stiga mun.

Tobin Carberry var stigahæstur hjá Hetti með 40 stig, Viðar Örn Hafsteinsson skoraði 21, Sigmar Hákonarson 13, Ragnar Gerald Albertsson 12 og Hreinn Gunnar Birgisson 10.

Karlalið Þróttar í blaki styrkti stöðu sína í þriðja sæti Mizuno-deildarinnar með 1-3 sigri á Fylki á föstudagskvöld. Hrinurnar fóru 19-25, 25-22, 23-25 og 23-25.

Fjarðabyggð vann Keflavík í Lengjubikar karla í gær 3-2 en liðin mættust í Fjarðabyggðarhöllinni. Brynjar Jónasson skoraði á 5. og 12. mínútu en Leonard Sigurðsson jafnaði fyrir Keflavík með mörkum á 19. og 35. mínútu. Hákon Þór Sófusson skoraði svo sigurmark Fjarðabyggðar á 61. mínútu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar