Lengjubikar: Leiknir lagði Hött

fotbolti einherji leiknir 15082014 0105 webLeiknir Fáskrúðsfirði sigraði Hött í fyrstu umferð B-deildar Lengjubikars karla í knattspyrnu á laugardag. Fjarðabyggð steinlá fyrir Íslandsmeisturum Stjörnunnar í A-deild.

Það var Marinó Óli Sigurbjörnsson sem skoraði sigurmark Leiknis strax á tíundu mínútu eftir góða sendingu Kristófers Páls Viðarssonar.

Eftir það náði Höttur völdum á vellinum en náði ekki að skapa sér teljandi marktækifæri. Jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik, besta færið átti Runólfur Sveinn Sigmundsson, leikmaður Hattar sem skallaði í stöng.

Bæði lið hafa styrkt sig töluvert síðustu vikur fyrir komandi átök og voru nokkrir leikmenn að spila sinn fyrsta leik með liðunum.

Fjarðabyggð tapaði 1-6 fyrir Stjörnunni í A-deild keppninnar. Stjörnumenn voru 0-2 yfir í seinni hálfleik en komust í 0-4 áður en Brynjar Jónasson minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 73. mínútu. Enn var þó eftir tími fyrir Garðbæinga til að bæta við tveimur mörkum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar