Lengjubikar: Leiknir lagði Hött
Leiknir Fáskrúðsfirði sigraði Hött í fyrstu umferð B-deildar Lengjubikars karla í knattspyrnu á laugardag. Fjarðabyggð steinlá fyrir Íslandsmeisturum Stjörnunnar í A-deild.Það var Marinó Óli Sigurbjörnsson sem skoraði sigurmark Leiknis strax á tíundu mínútu eftir góða sendingu Kristófers Páls Viðarssonar.
Eftir það náði Höttur völdum á vellinum en náði ekki að skapa sér teljandi marktækifæri. Jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik, besta færið átti Runólfur Sveinn Sigmundsson, leikmaður Hattar sem skallaði í stöng.
Bæði lið hafa styrkt sig töluvert síðustu vikur fyrir komandi átök og voru nokkrir leikmenn að spila sinn fyrsta leik með liðunum.
Fjarðabyggð tapaði 1-6 fyrir Stjörnunni í A-deild keppninnar. Stjörnumenn voru 0-2 yfir í seinni hálfleik en komust í 0-4 áður en Brynjar Jónasson minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 73. mínútu. Enn var þó eftir tími fyrir Garðbæinga til að bæta við tveimur mörkum.