Viðar Örn: Við erum að fara að fagna og við eigum það sannarlega skilið - Myndir

karfa hottur fsu 0136 webÞjálfari Hattar hlóð leikmenn sína lofi eftir sigur á FSu í fyrstu deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöld sem tryggði liðinu sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð. Hann lýsir deildarmeistaratitlinum sem sigri liðsheildarinnar.


„Þetta er risa, risastórt skref fyrir félagið," sagði Viðar Örn í samtali við Austurfrétt eftir 94-86 sigur Hattar á FSu. Liðið lék síðast í úrvalsdeild veturinn 2005-6 en fór þá upp í gegnum úrslitakeppni.

Fyrir almenna áhugamenn var fátt í haust sem benti til þessa árangurs Hattar. Þrír lykilmenn voru farnir á brott en þeir sem komu í staðinn höfðu flestir minni leikreynslu.

„Umtalið fyrir tímabilið var að við yrðum í ströggli á botninum en við höfðum trú á okkur og höfum unnið í okkar markmiðum dag frá degi."

Leikurinn á föstudag var langt í frá auðveldur fyrir Hött. Gestirnir voru yfir fram í þriðja leikhluta en heimamenn snéru þá taflinu sér í hag og héldu út.

Viðar segir leikmenn sína hafa verið tilbúna að axla ábyrgð þegar þess þurfti. „Sigmar Hákonarson var X-faktorinn í kvöld og hreinlega keyrði okkur inn í leikinn. Hreinn Gunnar (Birgisson) hefur verið í bakmeiðslum og hjá hnykkjara en með okkur á æfingum.

Nökkvi Jarl (Óskarsson) var handarbrotinn og gifsið var bara klippt af honum á miðvikudag. Ragnar Gerald (Albertsson) er á fyrsta árinu sínu hér en hefur lagt mikið til liðsins.

Síðan eru það strákarnir sem voru ekki inn á en þeir mæta alltaf á æfingar. Þetta er allt ein heild og það voru allir klárir í þennan leik."

Viðar sagði ekki ljóst hvaða breytingar yrðu á liðinu fyrir næstu leiktíð eða hvort hann yrði áfram með liðið. „Það sem ég veit að er framundan er að ég ætla í sturtu. Svo erum við að fara að fagna og við eigum það sannarlega skilið!"

Erik Olson, þjálfari FSu, var sáttur við frammistöðu síns liðs þrátt fyrir ósigurinn. „Við vorum sextán sigum undir um tíma í fjórða leikhluta og þá hefðum við auðveldlega getað brotnað. Strákarnir héldu hins vegar áfram og undir lokin munaði ekki nema 5-6 stigum þannig við vorum þá enn inni í leiknum."

FSu féll með ósigrinum niður í fjórða sæti eftir að hafa verið í öðru sæti lengst af í vetur. Liðin í 2. – 5. sæti spila innbyrðis um laust sæti í úrvalsdeild og því skiptir máli að vera ofarlega til að eiga heimaleikjaréttinn.

Erik sagði leikinn á Egilsstöðum hafa skilað dýrmætri reynslu fyrir úrslitakeppnina. „Þetta var afar erfiður leikur. Ég segi ekki að við höfum spilað illa þrátt fyrir að hafa tapað því Höttur spilaði afar vel.

Þeir voru að berjast fyrir meistaratitlinum og því studdu áhorfendur sérstaklega vel við þá á heimavelli. Við vorum að spila erfiðan leik frammi fyrir áhorfendum sem voru okkur andsnúnir, dómar gátu fallið hvoru megin sem er en þetta er allt hluti af leiknum sem menn þurfa að venjast. Því var þessi leikur frábær reynsla fyrir okkar lið."

Viðtöl: Stefán Bogi Sveinsson
Myndir: Sigrún Júnía Magnúsdóttir

karfa hottur fsu 0011 webkarfa hottur fsu 0022 webkarfa hottur fsu 0026 webkarfa hottur fsu 0032 webkarfa hottur fsu 0034 webkarfa hottur fsu 0037 webkarfa hottur fsu 0041 webkarfa hottur fsu 0044 webkarfa hottur fsu 0048 webkarfa hottur fsu 0052 webkarfa hottur fsu 0054 webkarfa hottur fsu 0067 webkarfa hottur fsu 0069 webkarfa hottur fsu 0079 webkarfa hottur fsu 0086 webkarfa hottur fsu 0096 webkarfa hottur fsu 0099 webkarfa hottur fsu 0107 webkarfa hottur fsu 0115 webkarfa hottur fsu 0128 webkarfa hottur fsu 0133 webkarfa hottur fsu 0146 webkarfa hottur fsu 0163 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.