Spilaði sigurleikinn gegn FSu handarbrotinn

karfa hottur fsu 0146 webNökkvi Jarl Óskarsson, leikmaður körfuknattleiksliðs Hattar, lét handarbrot ekki aftra sér frá því að spila gegn FSu á föstudag þegar Höttur tryggði sér sæti í úrvalsdeild karla. Hann losnaði úr gifsi tveimur dögum fyrir leik.

„Mér er alveg sama um þetta brot. Það kom aldrei til greina að hvíla," sagði Nökkvi Jarl í samtali við Austurfrétt eftir leikinn.

Nökkvi Jarl spilaði í 24 mínútur, hirti fimm fráköst og stal þremur boltum auk þess að setja niður eitt þriggja stiga skot.

„Þetta er án efa skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað á ferlinum og sömuleiðis besta stúka sem ég hef haft."

Að auki náði hann sér í fjórar villur. Ein var sérlega klaufaleg en sex sekúndum fyrir leikslok braut hann á leikmanni FSu á leið í vonlítið langskot og fékk sá þrjú víti sem hann raðaði ofan í.

Það skipti samt engu máli. „Þetta var adrenalínið. Ég hef aldrei fengið jafn mikið af því."

Mynd: Sigrún Júnía Magnúsdóttir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar