Austri vann stigabikarinn á Hennýjarmótinu í sundi

hennyjarmot 2015 austriHennýjarmótið í sundi fór fram í sundlaug Eskifjarðar um helgina. Mótið hefur verið haldið árlega til minningar um Þorbjörgu Hennýju Eiríksdóttur sem fórst af slysförum haustið 2011.

Tæplega fimmtíu keppendur tóku þátt í ár og komu þeir frá Austra, Þrótti, Hetti og Neista. Austri vann stigabikarinn með yfirburðum en Þróttur hafnaði í öðru sæti.

„Henný var mikil sundkona og mótið er haldið til þess að heiðra minningu hennar. Veðrið á sunnudaginn var fallegt og það ríkir alltaf mikill samhugur um að gera það sem glæsilegast og best á hverju ári," segir Hildigunnur Jörundsdóttir, formaður sunddeildar Austra.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar