Síldarvinnslan hefur verið okkar aðal máttarstólpi

Samningur trottur og svnÍþróttafélagið Þróttur í Neskaupstað og Síldarvinnslan hafa endurnýjað styrktar- og auglýsingasamnings sinn sem hefur verið í gildi undanfarin ár.

Síldarvinnslan hefur lengi verið í hópi þeirra félaga sem hafa stutt Þrótt hvað dyggilegast og þannig stuðlað að því að unnt sé að halda úti kraftmiklu íþróttastarfi í Neskaupstað.

Þróttur er deildaskipt félag og heldur úti fjölbreyttri og öflugri starfsemi. Stuðningur SVN felur í sér mánaðarlegar greiðslur til deilda félagsins sem skapar ákveðið öryggi í rekstri þeirra.

Árangur Þróttar í mörgum íþróttagreinum er landskunnur og má sem dæmi nefna þann sess sem félagið skipar innan blakíþróttarinnar.
Samkvæmt Gunnþóri Ingvarssyni, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar, er fyrirtækið afar stolt af því að vera einn stærsti styrktaraðili Þróttar og íþróttafélagið gegni afar mikilvægu hlutverki í byggðarlaginu.

Ferðakostnaður fer sífellt hækkandi

Stefán Már Guðmundsson, formaður Þróttar, sagði í samtali við Austurfrétt stuðninginn afar mikilvægan. „Síldarvinnslan hefur okkar aðal máttarstólpi. Við reynum að halda úti fjölbreyttri starfsemi sem kallar á mikinn kostnað auk þess sem ferðakostnaður sem hækkar stöðugt. sem er algerlega ómetanlegt. Velviljinn og stuðningurinn sem við fáum er því algerlega ómetanlegur."

Stefán Már Guðmundsson og Gunnþór Ingvason við undirritun samningsins. Ljósm. Hákon Ernuson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar