Margir glæsilegir gæðingar á Ístölti Austurlands – myndir
Hans Kjerúlf á Kjerúlf frá Kollaleiru varð hlutskarpastur á Ístölti Austurlands sem haldið var á Móavatni við Tjarnarland í Eiðaþinghá fyrir skemmstu. Bjart og fallegt veður var á keppnisdaginn sem gerði mótið hið skemmtilegasta.Hans og Kjerúlf sigruðu í B-flokki með einkunnina 8,74 og opnum flokki þar sem þeir fengu 7,25. Friðrik Reynisson á Glæsi frá Lækjarbrekku 2 varð efstur í A-flokki með 8,53.
Í tölti áhugamanna bar Þuríður Lillý Sigurðardóttir sigur út býtum á Safír frá Sléttu og í keppni 16 ára og yngri var það Elísabet Líf Theodórsdóttir á Vífli frá Íbishóli.
Austurfrétt mætti á svæðið með myndavélina en snævi þakin Dyrfjöllin skörtuðu sínu fegursta í bakgrunni.
Þá fer á morgun fram töltmót Freyfaxa og Fellabakarís í reiðhöllinni á Iðavöllum.