Margir glæsilegir gæðingar á Ístölti Austurlands – myndir

istolt austurland 0006 werbHans Kjerúlf á Kjerúlf frá Kollaleiru varð hlutskarpastur á Ístölti Austurlands sem haldið var á Móavatni við Tjarnarland í Eiðaþinghá fyrir skemmstu. Bjart og fallegt veður var á keppnisdaginn sem gerði mótið hið skemmtilegasta.

Hans og Kjerúlf sigruðu í B-flokki með einkunnina 8,74 og opnum flokki þar sem þeir fengu 7,25. Friðrik Reynisson á Glæsi frá Lækjarbrekku 2 varð efstur í A-flokki með 8,53.

Í tölti áhugamanna bar Þuríður Lillý Sigurðardóttir sigur út býtum á Safír frá Sléttu og í keppni 16 ára og yngri var það Elísabet Líf Theodórsdóttir á Vífli frá Íbishóli.

Austurfrétt mætti á svæðið með myndavélina en snævi þakin Dyrfjöllin skörtuðu sínu fegursta í bakgrunni.

Þá fer á morgun fram töltmót Freyfaxa og Fellabakarís í reiðhöllinni á Iðavöllum.
istolt austurland 0017 webistolt austurland 0019 webistolt austurland 0046 webistolt austurland 0050 webistolt austurland 0058 webistolt austurland 0077 webistolt austurland 0094 webistolt austurland 0096 webistolt austurland 0107 webistolt austurland 0125 webistolt austurland 0141 webistolt austurland 0149 webistolt austurland 0167 webistolt austurland 0172 webistolt austurland 0173 webistolt austurland 0191 webistolt austurland 0197 webistolt austurland 0206 webistolt austurland 0241 webistolt austurland 0267 webistolt austurland 0283 webistolt austurland 0291 web
istolt austurland 0015 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.