B-lið Hattar hampaði Bólholtsbikarnum

bolholtsbikarinn 2015 0034 webB-lið Hattar fór með sigur af hólmi í bikarkeppni UÍA og Bólholts í körfuknattleik en úrslitakeppnin fór fram á Egilsstöðum í gær.

Höttur og Ásinn mættust í afar spennandi úrslitaleik sem Höttur vann 47-46. Liðsmenn Ássins fengu tvö skotfæri í síðustu sókninni en klikkuðu í bæði skiptin og Hattarmenn fögnuðu ákaft. Liðin tvö urðu efst og jöfn í deildakeppninni í vetur með tólf stig.

Lið Hattar er skipað yngri leikmönnum sem ýmist hafa verið á varamannabekknum hjá meistaraflokki eða eru enn í yngri flokkum. Samkvæmt reglum keppninnar máttu leikmenn ekki hafa spilað meira en 60 mínútur með meistaraflokki í vetur til að vera gjaldgengir.

Varamenn meistaraflokks dreifðust niður á fleiri lið í utandeildinni, þar með talið Ásinn. Eins voru þaðan leikmenn í Sérdeildinni sem varð í þriðja eftir 73-41 sigur á Austra.

Á milli leikja var keppt í þriggja stiga keppni sem Einar Bjarni Helgason, leikmaður Hattar, sigraði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar