Íslandsglíman á Reyðarfirði á morgun

islandsgliman 0913 webÍslandsglíman, keppnin um Grettisbeltið og Freyjumenið, verður haldin á Reyðarfirði á morgun. Stjarnan og Þróttur mætast öðru sinni í undanúrslitum Íslandsmóts karla í blaki í kvöld.

Þetta er í annað skiptið sem Íslandsglíman er haldin á Reyðarfirði en fyrra skiptið var árið 2011. Þangað koma bestu glímumenn þjóðarinnar og keppa um æðstu verðlaun glímuíþróttarinnar.

Til leiks eru skráðir fimm keppendur frá UÍA en ljóst er að ný nöfn verða skráð á verðlaunin þar sem sigurvegarar síðustu ára eru ekki með. Mótið hefst klukkan 16:00.

Fyrr um daginn fer fram Grunnskólamót Íslands í glímu og Sveitaglíma Íslands fyrir 16 ára og yngri. Sautján austfirsk ungmenni eru þar skráð til leiks. Mótið stendur frá klukkan 10-13.

Þróttur og Stjarnan mætast öðru sinni í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki í Neskaupstað klukkan 20:00 í kvöld. Þróttur verður að vinna leikinn því Stjarnan vann fyrsta leik liðanna í Garðabæ í fyrrakvöld.

Komi til oddaleiks verður hann spilaður í Garðabæ á sunnudag. Hægt verður að fylgjast með leiknum beint á: http://www.ustream.tv/channel/throtturnesblak

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar