Blak: Kvennalið Þróttar úr leik

blak bikarhelgi 0079 webAfturelding tryggði sér í gærkvöldi sæti í úrslitum Íslandsmóts kvenna í blaki eftir 3-0 sigur á Þrótti í Neskaupstað. Þjálfari ársins og efnilegasti leikmaður vetrarins komu báðir úr Þróttarliðinu.

Afturelding hafði nokkra yfirburði í leiknum í gær og vann 18-25, 10-25 og 17-25 í hrinum. María Rún Karlsdóttir var langstigahæst í liði Þróttar með 11 stig.

Þrátt fyrir úrslit gærkvöldsins má María Rún una vel við tímabilið. Hún var nýverið valinn efnilegasti leikmaður úrvalsdeildar kvenna auk þess sem hún var stigahæsti leikmaður deildarinnar.

Þá var þjálfari liðsins, Matthías Haraldsson, valinn þjálfari ársins. Þróttur lagði af stað með nánast nýtt lið í upphafi tímabils en tókst samt að komast í undanúrslit í bæði deild og bikar.

Matthías leikur einnig með karaliðinu og var valinn móttakari ársins í úrvalsdeild karla.

Þótt liðin séu úr leik í Íslandsmótinu er tímabilið síður en svo búið hjá blakfólki í Neskaupstað því framundan er Öldungamótið um mánaðarmótin apríl/maí.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.