Kristinn Jakobsson kennir verðandi dómurum

huginn ir juni14 0057 webEinn besti knattspyrnudómari Íslandssögunnar, Kristinn Jakobsson, kennir á héraðsdómaranámskeiði sem haldið verður á Egilsstöðum á sunnudag. Námskeiðið er liður í undirbúningi fyrir komandi knattspyrnusumar.

Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara á svæðinu og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara en krafa er gerð um þau til þeirra sem dæma í Íslandsmóti.

Austfirsk knattspyrnulið hafa náð frábærum árangri síðustu ár þar sem þrjú lið af svæðinu verða í 2. deild karla í sumar og sitt hvort liðið í 1. deild og 3. deild. Þá sendir Einherji lið til keppni í fyrstu deild kvenna þannig að liðin þar að austan verða þrjú en ekki tvö eins og síðustu ár.

Eins hafa austfirskir dómarar sinnt verkefnum á Höfn en Sindri á lið í fyrstu deild kvenna og 2. deild karla. Því er ljóst að mikil þörf er á nýjum dómurum fyrir komandi sumar.

Námskeiðið verður í fyrirlestrasal Menntaskólans á Egilsstöðum klukkan 10:30 á sunnudagsmorgun. Um er að ræða 2,5 tíma fyrirlestur. Ekkert próf er að lokum en viðvera gefur réttindi.

Námskeiðið er ókeypis og er skráning á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Einar Ingi Jóhannsson hefur stjórn á mannskapnum í leik ÍR og Hugins síðasta sumar. Mynd: GG

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar