Öldungamót: Völlurinn mokaður í gærkvöldi

oldungamot mokad 27042015Á fimmta tug sjálfboðaliða kom að því að moka snjó af gervigrasvellinum í Neskaupstað í gær. Í kvöld stendur til að reyna að tjalda þar risatjöldum sem hýsa munu alls sjö keppnisvelli á Öldungamótinu í blaki sem hefst þar á fimmtudag.

Lítil traktorsgrafa byrjaði að ryðja völlinn um kaffileytið í gær en á milli klukkan 17 og 19 mættu um 40-50 sjálfboðaliðar til að moka utan með vellinum til að afmarka svæðið og auðvelda gröfunni vinnuna.

„Við erum þakklát fyrir góð og skjót viðbrögð. Það var gaman að sjá hve margir mættu með skóflur og hjálpuðu til," segir Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, formaður blakdeildar Þróttar.

Grafan lauk síðan verki sínu um klukkan eitt í nótt.Tjöldin verða svo reist um kvöldmatarleytið í kvöld og gólf lögð í þau í fyrramálið.

Mynd: Blakdeild Þróttar/Þorvarður Sigurbjörnsson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.