Knattspyrna: Hrafnkell Freysgoði mætir til leiks í bikarkeppninni í dag

launaflsbikar urslit hrafnkell bn 0101 webSegja má að knattspyrnusumarið hefjist í dag þegar keppni hefst í bikarkeppni karla. Hrafnkell Freysgoði vaknar úr dái eftir áralanga fjarveru.

Fyrirkomulag bikarsins er þannig að fyrst er spiluð forkeppni í hverjum landshluta fyrir sig áður en liðin úr úrvalsdeild bætast í pottinn í 32ja liða úrslitum.

Fyrsti leikurinn verður á Fellavelli klukkan 14:00 í dag þegar Höttur tekur á móti Hrafnkeli Freysgoða á Fellavelli. Höttur spilar í 2. deild í sumar en áratugir eru síðan liðið frá Breiðdalsvík hefur tekið þátt í keppni á landsvísu.

Liðið, sem byggt er upp á leikmönnum frá Breiðdalsvík og Djúpavogi, hefur hins vegar spilað í bikarkeppni UÍA og Launafls síðustu ár og náð þar ágætum árangri.

Þar eru hins aðrar kröfur til leikmanna en í keppnum KSÍ. Samkvæmt vef KSÍ hafa sextán leikmenn fengið leikheimild með félaginu síðast sólarhringinn, þar af voru átta áður skráðir í Leikni Fáskrúðsfirði.

Einherji tekur á móti Sindra klukkan 17:00 en leikurinn hefur verið fluttur á Fellavöll þar sem völlurinn á Vopnafirði er ekki tilbúinn.

Síðasti leikurinn er á sunnudag þegar Leiknir tekur á móti Huginn á Fellavelli klukkan 16:00. Sá átti upphaflega að fara fram í Fjarðabyggðarhöllinni en var fluttur þegar hún var tekin undir öldungamótið í blaki.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar