Mótorkross: Stór hópur frá Start fer á Klaustur

IMG 1218Um 25 keppendur frá Aksturíþróttaklúbbnum Start á Fljótsdalshéraði taka þátt í einu stærsta þolakstursmóti ársins, sem haldið verður á Kirkjubæjarklaustri um helgina. Hátt í 300 keppendur eru skráðir til leiks á mótið og er hópurinn frá Start sá stærsti af landsbyggðinni.

Keppt er í ýmsum flokkum á Klaustri og er mótið einskonar hátíð mótorkrossfólks á Íslandi. Keppnin snýst að sögn Páls Jónssonar meira um að hafa gaman en að vinna einhverja titla. Mótið tilheyrir ekki Íslandsmótaröðinni og keppt er í mörgum flokkum, til að mynda svokölluðum afkvæmaflokki.

Þeir allra hörðustu fara í járnkarlaflokkinn og keyra linnulaust í tæpar sex klukkustundir, en um 20-25 mínútur tekur að fara einn hring í brautinni á Kirkjubæjarklaustri. Flestir keppendurnir frá Start taka þátt í tvímenningi, en þá eru tveir ökumenn sem skipta keppninni á milli sín og fá tækifæri til að hvíla á milli hringja.

Austurfrétt leit við hjá hópnum í gærkvöldi, þegar skoðun og yfirferð hjólanna fór fram við Rafey á Egilsstöðum. Mikill spenningur var í hópnum og sagði Ástráður Ási Magnússon að veðurspáin fyrir helgina væri með besta móti. „Það er spáð smá rigningu held ég, sem er gott því þá verður ekki allt í rykmekki þegar þessi 200 hjól leggja af stað á sama tíma,“ sagði Ási.
IMG 1212




Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.