Tvö met féllu í Götuþríþrautinni á Eskifirði

gotuþritrautMetþátttaka var í Götuþríþrautinni á Eskifirði um sjómannadagshelgina, en alls voru 78 keppendur skráðir til leiks.

Díana Mjöll Sveinsdóttir, skipuleggjandi Götuþríþrautarinnar, segir að veðurspáin hafi ekki verið keppninni hliðholl.

„Það blés ekki byrlega fyrir Götuþríþrautinni eða nokkru öðru sem njóta átti úti um sjómannadagshelgina – norðan næðingur og slydduspá hefur líklega ekki verið hvetjandi fyrir fólk til að skrá sig til keppni. Þrátt fyrir það var metþátttaka, 78 skráðir keppendur, en með því náðum við markmiði okkar, að fjöga keppendum frá fyrra ári."

Díana segir að keppendur hafi mætt spenntir og með bros á vör að morgni keppnisdags, í sólskini og hægum norðan vindi. „Að þessu sinni mættu keppendur allsstaðar að af landinu og var gaman að sjá hve fjölbreyttur hópurinn var – allt frá börnum sem tóku þátt sér til gamans með vinum og foreldrum, upp í einstaklinga sem hafa keppti í sambærilegum keppnum erlendis."


Úrslit í ólympískri vegalengd

Tvö lið, auk þriggja kvenna og tveggja karla, þreyttu ólympíska vegalengd, en hún samanstendur af 1500 metra sundi, 40 kílómetrar hjólreiðum og 10 kílómetra hlaupi.

„Hjólaleiðin er frá Eskifirði og upp undir Grænafell á Fagradal og til baka, en hún þykir nokkuð krefjandi á köflum. Hlaupaleiðin er í gegnum Eskifjörð og áleiðis út sveitina, en snúið er rétt við sveitabæinn Engjabakka," segir Díana Mjöll.

Úrslit voru sem hér segir:

Olympic – lið

1. sæti - Kristinn, Þóra Jóna - 03:11:47
2. sæti - Atli, Kristjana – Sléttungar - 03:25:46

Olympic – konur

1. Sæti – Eygerður Ósk Tómasdóttir - 03:42:33
2. Sæti - Elísabet Esther Sveinsdóttir - 03:50:32
3. Sæti - Ingunn Yngvadóttir - 04:24:13

Olympic – karlar

1. Sæti - Hafliði Sævarsson - 02:48:04


Úrslit í Sprint vegalengd

Sprint vegalengdin samanstendur af 750 metra sundi, 20 kílómetra hjólreiðum og 5 kílómetra hlaupi. Keppt var í tveimur flokkum í einstaklingskeppni, 14-25 ára og 25 ára og eldri, en í liðakeppni eru það 14 ára og eldri sem keppa. Hjólað og hlaupið var innanbæjar á Eskifirði.

Úrslit voru sem hér segir:

Sprint – 14-25 ára stúlkur:

1. Sæti – Nikólína Dís Kristjánsdóttir

Sprint – 25 ára og eldri konur:

1. sæti – Helga Árnadóttir - 01:25:56
2. sæti - Rebekka Egilsdóttir - 01:41:43
3. sæti - Guðbjörg Jónsdóttir - 01:42:58

Sprint – 14 ára og eldri lið:

1. sæti - Guðrún, Bryndís, Baldur - 01:32:38
2. sæti - Björgvin Rúnar, Bjartmar Pálmi - 01:38:23
3. Sæti - Særún Kristín, Benedikt Logi - 01:39:30


Úrslit í Super sprint vegalengd

Alls tóku 35 börn þátt í liðakeppni og sem einstaklingar, en vegalengdin sem þau fara kallast Super sprint. Hún samanstendur af 400 metra sundi, 10 kílómetra hjólreiðum og 2,5 kílómetra hlaupi.

„Í barnaliði má einn fullorðinn taka þátt og sér sá hinn sami oft um sundið. Í ár tóku foreldrar einnig þátt í að skokka og hjóla með börnunum sínum og það er alveg frábært að sjá fjölskyldur vera í þessu saman," segir Díana Mjöll.

Úrslit voru sem hér segir:

Super sprint – stelpur

1. sæti - Rósey Björgvinsdóttir - 01:01:20

Super sprint – lið

1. sæti - Víðir Freyr, Arnór Snær, Bjartur Berg - 00:49:23
2. sæti - Hafdís, Ríkey, Ásdís Hvönn – 00:49:25
3. sæti - Svanhildur Sól, Sunneva María - 00:55:49

„Gaman er að segja frá því að tvö met féllu á laugardaginn, Hafliði Sævarsson setti nýtt met í ólympískri vegalengd, flokki karla, og Helga Árnadóttir setti nýtt met í sprint vegalengd í flokki kvenna – en við óskum þeim að sjálfsögðu innilega til hamingju með það.

Við viljum þakka öllum keppendum fyrir þátttökuna, sigurvegurum fyrir sigurinn og öllum sjálfboðaliðum fyrir þeirra óeigingjarna framlag, en án þeirra væri slík keppni ekki framkvæmanleg," segir Díana Mjöll.

Fleiri myndir og tíma allra keppenda má sjá á heimasíðu okkar www.gotu3.com


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.