Körfubolti: Höttur fær góðan liðsstyrk

MirkoHöttur hefur komist að samkomulagi við Mirko Stefán Virijevic um að hann leiki með liðinu í Dominos-deildinni á næstu leiktíð. Mirko lék á síðasta tímabili með Njarðvík og þar á undan KFÍ. Í fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeild Hattar segir að Mirko eigi eftir að koma með mikla reynslu og gæði í ungt Hattarliðið.

Á síðasta tímabili spilaði Mirko Stefán lykilhlutverk í liði Njarðvíkur sem fór alla leið í undanúrslit úrslitakeppninnar. Hann skoraði 10,7 stig að meðaltali á tímabilinu auk þess sem hann tók 10,5 fráköst að meðaltali.

Einnig skrifaði Eysteinn Bjarni Ævarsson undir eins árs samning við uppeldisfélagið eftir árs dvöl í Keflavík. Eysteinn er þessa dagana í Finnlandi með U-20 landsliðið Íslands á norðurlandamóti. Eysteinn er kominn austur í Hérað en Mirko mun mæta á svæðið áður en tímabilið í Dominos-deildinni hefst í haust.

Mynd: Mirko Stefán sækir að körfunni í leik með Njarðvík á síðasta tímabili

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar