Hjólreiðakappar nálgast Austurland

tour de ormurinn 0218 webMikill fjöldi hjólreiðafólks verður á ferðinni um Austurland seinnipartinn í dag og fram eftir nóttu. Þarna er um að ræða keppendur í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon, sem fara hringinn í kringum Ísland, um Hvalfjörð og Öxi, alls 1358 km.

Keppnin hófst í gær og stendur til 26. júní. Bæði er keppt í einstaklingskeppni og liðakeppni og eru þáttakendur alls um þúsund talsins og liðin í kringum 200. Þáttakendur í WOW Cyclothon safna áheitum sem renna til góðs málefnis.

Í ár er hjólað til styrktar uppbyggingar Batamiðstöðvar á geðsviði Landspítalans á Kleppi. Söfnunarfénu verðu varið til að byggja upp aðstöðu til hreyfingar á Kleppi og til að ráða íþróttafræðing til að leiða verkefnið. Á heimasíðu keppninnar er hægt að leggja söfnuninni lið með því að heita á lið eða einstaklinga.

Fremstu keppendur eru að verða komnir niður í Jökuldal, en meirihluti liðanna eru þó enn hjólandi á milli Akureyrar og Mývatns. Eins og áður segir verður stöðugur straumur keppenda eftir þjóðvegi 1 á Austurlandi í dag, kvöld og nótt og er full ástæða til að ökumenn sýni aðgát og varkárni.

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá keppninni á Stöð 2 Sport og Vísi.is en einnig má sjá rauntíma-GPS kort af staðsetningu keppenda hér.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.