Vel lukkuð START-torfæra á Egilsstöðum – Myndir og tilþrifamyndband

QM1T5001Á laugardag fór fram torfæra á vegum Akstursíþróttaklúbbsins START á Egilsstöðum. Keppt var í flokki sérútbúinna, sérútbúinna götubíla og götubílaflokki. Alls voru sextán bílar skráðir til leiks.

Veðrið var ágætt, milt og gott og tæplega þúsund áhorfendur lögðu leið sína í Mýnesgrúsir. Útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson lýsti því sem fram fór og þótti keppnin heppnast með miklum ágætum, en hún var liður í Íslandsmeistaramótaröð Akstursíþróttasambands Íslands.

Í flokki sérútbúinna vann Snorri Þór Árnason á Kórdrengnum yfirburðasigur. Í öðru sæti var Helgi Garðarson á Spiderman, en hann var að keppa í sinni fyrstu keppni og fékk einnig tilþrifaverðlaunin í flokki sérútbúinna. Heimamaðurinn Kristmundur Dagsson endaði í þriðja sæti.

Í flokki sérútbúinna götubíla sigraði Bjarki Reynisson á Dýrinu og Ívar Guðmundsson sigraði götubílaflokkinn á bíl sínum Kölska.

Meðfylgjandi eru myndir sem blaðamaður Austurfréttar tók á laugardag og hér að neðan er myndband frá torfærunni, sem Jakob Cecil Hafsteinsson tók. Eins og sjá má voru tilþrifin gríðarleg og nokkrar harðar veltur litu dagsins ljós.



QM1T4817QM1T4831QM1T4863QM1T4881QM1T4949QM1T4970QM1T5021QM1T5057QM1T5075QM1T5117QM1T5130QM1T5149QM1T5194QM1T5214QM1T5239QM1T5270QM1T5301QM1T5335QM1T5367QM1T5393QM1T5423QM1T5471QM1T5494QM1T5515QM1T5530

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar