Glímusambandið: Verkferlum hefur verið breytt

Glimusamband ÍslandsVerkferlum hjá Glímusambandi Íslands hefur verið breytt í kjölfar dóms sem fararstjóri hjá sambandinu hlaut fyrir að kynferðisbrot gegn iðkanda í æfingaferð.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sambandinu í kjölfar greinar sem Kristrún Líney Þórðardóttir ritaði á Austurfrétt í fyrradag undir yfirskriftinni „Þöggun er versti óvinur fórnarlamba“ þar sem hún fjallar um brot fararstjórans.

Yfirlýsingin er svohljóðandi:

„Í kjölfar greinarinnar  „Þöggun er versti óvinurinn“ sem birtist á Austurfrétt 29. apríl síðastliðinn vill Glímusamband Íslands koma með eftirfarandi yfirlýsingu:

Glímusamband Íslands harmar þann atburð sem greinin fjallar um.  Farið hefur verið yfir verkferla innan Glímusambandsins og þeim breytt til að stuðla að virkari forvörnum. 

Glímusambandið styður þá stefnumótunarvinnu sem er í gangi innan ÍSÍ og UMFÍ hvað varðar kynferðisbrotamál innan íþróttahreyfingarinnar.“

Atvikin áttu sér stað árin 2007 og 2008. Fararstjóranum, sem starfaði sem framkvæmdastjóri sambandsins á þeim tíma, var sagt upp eftir að stúlkan sagði frá atvikunum vorið 2008. Dómur féll í málinu árið 2011.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.