„Við verðum að spyrja að leikslokum": Austfjarðatröllið hefst í dag
Keppnin um Austfjarðatröllið hefst í dag og stendur fram á laugardag, en þar etja sterkustu menn landsins kappi við hrikalegar aflraunir.Engin keppni var haldin í fyrra þegar sú ákvörðun var tekin að hafa hana aðeins annað hvert ár. Var það Georg Ögmundsson sem sigraði árið 2013 en hann er ekki meðal keppenda í ár sökum meiðsla.
Tíu keppendur mæta til leiks að þessu sinni og hafa þeir aldrei verið fleiri. Magnús Ver Magnússon, skipuleggjandi keppninnar, segist búast við miklum átökum í ár.
„Já, þetta verður hörkukeppni. Ari sigraði Vestfjarðavíkinginn í ár og verður að teljast sigurstranglegur, en hann er meiddur á fingri og því ómögulegt að segja hvaða áhrif það hefur. Við verðum bara að spyrja að leikslokum," segir Magnús Ver.
Keppendur eru þeir:
- Ari Gunnarsson
- Árni Bergmann
- Birgir Guðnason
- Daníel Þór Gerena
- Eyþór Ingólfsson Melsted
- Jón Þór Ásgrímsson
- Kristján Sindri Níelsson
- Sigfús Fossdal
- Skúli Ármannsson
- Úlfur Orri Pétursson
Þess má geta að Eyþór Ingólfsson Melsted er sá eini sem búsettur er á Austurlandi, nánar tiltekið á Breiðdalsvík
Keppnin fer fram sem hér segir:
Fimmtudagur 13. ágùst
Hornafjörður – við Skinney Þinganes klukkan 13:00
Seydisfjörður – við Herðubreið klukkan 18:00
Föstudagur 14. ágùst
Þórshöfn – í listigarðinum klukkan 12:30
Vopnafjörður – við Kaupvang klukkan 17:00
Laugardagur 15. Àgùst
Egilsstaðir – við Hótel Hérað klukkan 11:30
Breiðdalsvík – við Hótel Bláfell klukkan 16:00