Knattspyrna: Fjarðabyggð tapaði heima gegn Gróttu

kff thor14Eftir frábæra byrjun Fjarðabyggðar í 1. deild karla hefur liðið misst dampinn svo um munar, en í gærkvöldi tapaði liðið 2-3 gegn liði Gróttu frá Seltjarnarnesi, sem er í harðri botnbaráttu. Lið Fjarðabyggðar hefur nú ekki unnið í síðustu sex leikjum, eða allt frá því að liðið vann topplið Ólafsvíkur-Víkinga á Eskjuvelli þann 11. júlí síðastliðinn.

Leikurinn byrjaði vel fyrir Fjarðabyggð, en Bjarni Mark Antonsson kom liðinu yfir eftir sjö mínútna leik. Leikmenn Gróttu svöruðu þó fyrir sig með tveimur mörkum og höfðu forystu í leikhléi.

Elvar Ingi Vignisson jafnaði leikinn fyrir Fjarðabyggð á 60. mínútu, en Gróttumenn skoruðu síðan sigurmarkið þegar rúmlega tíu mínútur lifðu leiks. Gróttumenn fögnuðu því sigri á Eskjuvelli og virðast ekki ætla að leggja árar í bát í botnbaráttunni.

Fjarðabyggð situr eftir leikinn í 6.-7. sæti 1. deildar með 26 stig að 17 umferðum loknum. Toppbaráttan er orðin ansi fjarlæg, en efstu tvö lið deildarinnar, Víkingur og Þróttur R., hafa 41 og 36 stig, þegar fimm leikir eru til stefnu.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.