Stjórn Hattar hrósað fyrir að taka sterka afstöðu gegn kynþáttafordómum
Stjórn Hattar rekstrarfélags ehf. hefur verið hrósað í hástert fyrir að leysa Georgi Stefanov, búlgarskan leikmann liðsins, undan samningi við félagið í kjölfar þess að hann varð uppvís að kynþáttafordómum í garð markvarðar Ægis á laugardag.Margir sem fylgjast með knattspyrnuheiminum lýstu skoðun sinni á málinu á samfélagsmiðlum á borð við Twitter og almenn ánægja virðist vera með viðbrögð félagsins.
Gunnlaugur Guðjónsson þjálfari Hattarliðsins var í símaviðtali í þættinum Akraborginni á útvarpstöðinni X977 og þar sagði hann meðal annars að félagið starfaði eftir ákveðnum gildum og gæti ekki varið svona framkomu.
„Við erum með 250 krakka sem æfa hjá félaginu og við viljum bara senda sterk skilaboð. Þetta er eitthvað sem Höttur íþróttafélag stendur ekki fyrir og líður ekki.“
Hér að neðan má sjá brot úr umræðunni á Twitter
Gott move Höttur https://t.co/HFQzKBWfKj
— Máni Pétursson (@Manipeturs) August 24, 2015
S/O Höttur Egilsstaðir. Vel gert hjá þeim
— Auðunn Örn Gylfason (@AuddiGylfa) August 24, 2015
Hrós dagsins fær Höttur. Flott að sjá Íslensku félögin taka á kynþáttafordómum með þessum hætti. #fotboltinet
— Andri F. Sveinsson (@AndriSveins) August 24, 2015
Vel gert Höttur!
— Kristjana Arnarsd. (@kristjanaarnars) August 24, 2015
Svona á að tækla svona mál, menn látnir bera ábyrgð á eigin vitleysu og látnir fara, vel gert Höttur #fotboltinet http://t.co/mCG6kfPfsg
— Sigurður Svavarsson (@Siggivs) August 24, 2015
Þetta er alls ekki út í Hött hjá þeim.
— Gummi Ben (@GummiBen) August 24, 2015
Shout out á Hött! #fotboltinet #NoToRacism
— El Loco Ívar (@IvarSolocean) August 24, 2015
Risa stórt s/o á stjórn Hattar fyrir að reka leikmann sem er ætlað að hafa sýnt kynþáttafordóma í leik liðsins. Knattspyrna án fordóma takk!
— Maggi Peran (@maggiperan) August 24, 2015
Rétt viðbrögð hjá Hetti. Burt með kynþáttafordóma! http://t.co/Yrf4ruRg2x #fotboltinet
— Magnús Már Einarsson (@maggimar) August 24, 2015