Lávarðameistarar krýndir hjá Golfklúbbi Seyðisfjarðar

lavardaleikar2015 1Tæplega þrjátíu vaskir kylfingar léku bleytuveður ekki á sig fá þegar árlegir Lávarðaleikar Golfklúbbs Seyðisfjarðar voru haldnir fyrir skemmstu.

Kylfingarnir spiluðu af miklum móð en vallarstjórn ákvað að hætta leik þegar allir höfðu leikið 9 holur vegna erfiðra vallaraðstæðna.

Að kvöldi mótsdags var síðan efnt til kvöldverðarhófs í golfskálanum. Þar voru veittar viðurkenningar og vígður inn lávarður númer 19, Sigurður Guðmundsson.

Þá var sleginn Þorvaldsbrautarbaninn á 9. Braut en hann varð í ár Adolf Guðmundsson.

Ólafur Vigfússon var meistari lávarða í ár, Sveinbjörn Orri Jóhannsson meistari riddara og Jóhann Stefánsson og strákarnir (Blaso-Gudi og Stefán) verðlaunaðir sem bestu vinir lávarða.

Myndir: Þorvaldur Jóhannsson

lavardaleikar2015 2

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.