Lávarðameistarar krýndir hjá Golfklúbbi Seyðisfjarðar
Tæplega þrjátíu vaskir kylfingar léku bleytuveður ekki á sig fá þegar árlegir Lávarðaleikar Golfklúbbs Seyðisfjarðar voru haldnir fyrir skemmstu.Kylfingarnir spiluðu af miklum móð en vallarstjórn ákvað að hætta leik þegar allir höfðu leikið 9 holur vegna erfiðra vallaraðstæðna.
Að kvöldi mótsdags var síðan efnt til kvöldverðarhófs í golfskálanum. Þar voru veittar viðurkenningar og vígður inn lávarður númer 19, Sigurður Guðmundsson.
Þá var sleginn Þorvaldsbrautarbaninn á 9. Braut en hann varð í ár Adolf Guðmundsson.
Ólafur Vigfússon var meistari lávarða í ár, Sveinbjörn Orri Jóhannsson meistari riddara og Jóhann Stefánsson og strákarnir (Blaso-Gudi og Stefán) verðlaunaðir sem bestu vinir lávarða.
Myndir: Þorvaldur Jóhannsson