Körfubolti: Tvö tæp töp Hattar í Lengjubikarnum

karfa hottur fsu 0037 webHöttur er úr leik í Lengjubikar karla í körfuknattleik eftir að hafa tapað gegn Stjörnunni og Haukum um helgina. Liðið getur þó ágætlega við unað eftir nauma ósigra gegn sterkum andstæðingum.

Fyrri leikurinn var gegn Stjörnunni á föstudagskvöld og tapaðist hann 90-84. Mínútu fyrir leikslok var munurinn aðeins tvö stig, 86-84, en heimamenn skoruðu síðustu fjögur stigin.

Tobin Carberry átti góðan dag og skoraði 39 stig og hirti 12 fráköst en Eysteinn Bjarni Ævarsson, sem snúinn er heim eftir eitt ár í Keflavík, skoraði 15 stig og sendi 5 stoðsendingar.

Seinni leikurinn gegn Haukum í gærkvöldi tapaðist 98-92 eftir vondan fjórða leikhluta Hattar. Hattarmenn tóku forustuna í byrjun þriðja leikhluta og héldu henni fram í þann fjórða.

Þar snéru Haukarnir taflinu við þótt mínútu fyrir leikslok væri munurinn aðeins eitt stig, 93-92.

Carberrry var aftur stigahæstur með 24 en Hallmar Hallsson, sem kom frá Sindra í sumar, skoraði 16 stig.

Áður hafði Höttur unnið Þór, 74-67 og Fjölni 96-79 á Egilsstöðum. Þeir sigrar skiluðu Hetti í þriðja sæti riðilsins en það dugir ekki til að komast áfram í útsláttarkeppnina.

Höttur hefur keppni í úrvalsdeildinni eftir rúmar tvær vikur. Um helgina var leikið gegn liðum sem hafa fest sig í sessi í þeirri deild en Stjarnan hefur undanfarin ár verið með eitt sterkasta lið landsins.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.