Blak: Kvennalið Þróttar byrjar á sigri

blak throttur ka kvk 14032015 0029 webKvennalið Þróttar vann fyrsta leik sinn í vetur þegar KA kom í heimsókn í fyrstu umferð Íslandsmótsins í blaki í um helgina. Karlaliðin unnu sinn leikinn hvort.

Karlaliðin byrjuðu á föstudagskvöld og vann Þróttur leikinn 3-0 eða í hrinum 26-24, 25-20 og 25-19.

Liðin mættust síðan aftur á laugardag en þá vann KA 0-3 eða í hrinum 20-25, 19-25 og 21-25.

Kvennaliðin léku síðar sama dag og þar hafði Þróttur yfirburði, vann 3-0 eða 25-12, 25-13 og 25-11.

Þróttur fékk í ágúst til sín tvo Spánverja, hjónin Borja og Ana Maria. Ana Maria er aðalþjálfari karlaliðsins en Borja er uppspilari og aðstoðarþjálfari. Hann handarbrotnaði hins vegar á æfingu í september og leikur því vart fyrr en í nóvember.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.