Blak: Kvennalið Þróttar byrjar á sigri
Kvennalið Þróttar vann fyrsta leik sinn í vetur þegar KA kom í heimsókn í fyrstu umferð Íslandsmótsins í blaki í um helgina. Karlaliðin unnu sinn leikinn hvort.Karlaliðin byrjuðu á föstudagskvöld og vann Þróttur leikinn 3-0 eða í hrinum 26-24, 25-20 og 25-19.
Liðin mættust síðan aftur á laugardag en þá vann KA 0-3 eða í hrinum 20-25, 19-25 og 21-25.
Kvennaliðin léku síðar sama dag og þar hafði Þróttur yfirburði, vann 3-0 eða 25-12, 25-13 og 25-11.
Þróttur fékk í ágúst til sín tvo Spánverja, hjónin Borja og Ana Maria. Ana Maria er aðalþjálfari karlaliðsins en Borja er uppspilari og aðstoðarþjálfari. Hann handarbrotnaði hins vegar á æfingu í september og leikur því vart fyrr en í nóvember.