Blak: Tveir sigrar hjá stelpunum
Kvennalið Þróttar í blaki byrjar tímabilið vel en það vann Þrótt Reykjavík og Stjörnuna á útivelli um helgina. Karlaliðið tapaði hins vegar báðum leikjum sínum gegn Stjörnunni í Garðabæ.Stelpurnar spiluðu fyrst gegn Þrótti á föstudagskvöld í leik sem þær unnu 1-3 eða 25-13, 16-25, 12-25 og 22-25 í hrinum.
Leikurinn við Stjörnuna á laugardag var strembnari en vannst eftir oddalotu.
Stjarnan vann fyrstu hrinuna 25-23 eftir að Þróttur hafði verið 18-21 yfir. Þróttur svaraði í annarri hrinu 19-25 og 25-12 í þeirri þriðju en þar var munurinn var mestur 7-21.
Stjarnan svaraði í fjórðu hrinu 25-16 og hafði allan tíman örugga forustu. Þróttur var hins vegar alltaf skrefinu á undan á oddahrinunni og vann hana 14-16.
Ana Maria Vidal Bouza og María Rún Karlsdóttir voru stigahæstar í leikjum helgarinnar.
Karlaliðið tapaði hins vegar báðum leikjum sínum gegn Stjörnunni 3-0. Fyrri leikurinn var þó mun jafnari en þær tölur gefa til kynna.
Stjarnan vann fyrstu hrinuna 29-27. Þróttur leiddi í byrjun en Stjarnan jafnaði í 14-14. Þróttur var síðan síðan yfir 21-23 en Stjarnan jafnaði 24-24 og tók síðan frumkvæðið. Seinni hrinurnar vann Stjarnan 25-19 og 25-22.
Á laugardaginn hafði Stjarnan algjöra yfirburði í fyrstu hrinu og vann hana 25-13. Þróttur var yfir leing í annarri hrinu en Stjarnan snéri henni við og vann 25-20 og loks þá þriðju 25-22.
Matthías Haraldsson, Valgeir Valgeirsson og Hlöðver Hlöðversson voru stigahæstir hjá Þróttir.