Blak: Tveir sigrar hjá stelpunum

blak bikarhelgi 0139 webKvennalið Þróttar í blaki byrjar tímabilið vel en það vann Þrótt Reykjavík og Stjörnuna á útivelli um helgina. Karlaliðið tapaði hins vegar báðum leikjum sínum gegn Stjörnunni í Garðabæ.

Stelpurnar spiluðu fyrst gegn Þrótti á föstudagskvöld í leik sem þær unnu 1-3 eða 25-13, 16-25, 12-25 og 22-25 í hrinum.

Leikurinn við Stjörnuna á laugardag var strembnari en vannst eftir oddalotu.

Stjarnan vann fyrstu hrinuna 25-23 eftir að Þróttur hafði verið 18-21 yfir. Þróttur svaraði í annarri hrinu 19-25 og 25-12 í þeirri þriðju en þar var munurinn var mestur 7-21.

Stjarnan svaraði í fjórðu hrinu 25-16 og hafði allan tíman örugga forustu. Þróttur var hins vegar alltaf skrefinu á undan á oddahrinunni og vann hana 14-16.

Ana Maria Vidal Bouza og María Rún Karlsdóttir voru stigahæstar í leikjum helgarinnar.

Karlaliðið tapaði hins vegar báðum leikjum sínum gegn Stjörnunni 3-0. Fyrri leikurinn var þó mun jafnari en þær tölur gefa til kynna.

Stjarnan vann fyrstu hrinuna 29-27. Þróttur leiddi í byrjun en Stjarnan jafnaði í 14-14. Þróttur var síðan síðan yfir 21-23 en Stjarnan jafnaði 24-24 og tók síðan frumkvæðið. Seinni hrinurnar vann Stjarnan 25-19 og 25-22.

Á laugardaginn hafði Stjarnan algjöra yfirburði í fyrstu hrinu og vann hana 25-13. Þróttur var yfir leing í annarri hrinu en Stjarnan snéri henni við og vann 25-20 og loks þá þriðju 25-22.

Matthías Haraldsson, Valgeir Valgeirsson og Hlöðver Hlöðversson voru stigahæstir hjá Þróttir.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.