Hetti spáð botnsætinu: Félögin syðra vilja frekar kaupa Dunkin Donuts en flug

karfa hottur fsu 0128 webHetti er spáð botnsætinu í úrvalsdeild karla í körfuknattleik en spá formanna, þjálfara og fyrirliða var kynnt í dag. Þjálfari liðsins er staðráðinn í að afsanna spána þótt hún komi ekki á óvart.

„Oftast er að minnsta kosti öðrum nýliðunum spáð niður. Þetta er líklega von flestra liðanna fyrir sunnan sem vilja frekar setja krónurnar í Dunkin Donuts en Flugfélagið," sagði Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, í samtali við Austurfrétt í dag.

Höttur, sem vann fyrstu deildina í fyrra, er langneðstur í spánni og því er spáð að ÍR fylgi með niður. Hinum nýliðunum úr FSu er spáð þokkalegu gengi.

KR-ingar, sem urðu Íslandsmeistarar í vor eftir baráttu við Tindastól, eru langhæstir í spánni og Stólarnir þar á eftir.

„Það eru nokkrir hlutir sem koma á óvart í spánni. Ég bjóst ekki við ÍR svona neðarlega og auk þess á eftir að koma í ljós hvernig Tindastól gengur að fylgja eftir góðu gengi í fyrra," segir Viðar sem er eins og aðrir viss um sigur KR.

Hans athygli er þó fyrst og síðast á eigin liði. „Við erum staðráðnir í að afsanna þessa spá og ætlum okkur að búa til stöðugt úrvalsdeildarlið.

Þetta verður krefjandi og spennandi verkefni í vetur. Við munum berjast fyrir hvern annan og félagið. Við hetjum fólk til að taka þátt í þeirri baráttu og njóta skemmtunarinnar í deildinni á Egilsstöðum í vetur."

Spáin:

KR · 426
Tindastóll · 362
Stjarnan · 354
Haukar · 340
Þór Þ. · 270
Njarðvík · 234
Grindavík · 226
Keflavík · 175
-----------------------
FSu · 141
Snæfell · 105
----------------------
ÍR · 95
Höttur · 74

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.