Blak: Fjórir Þróttarar á Norðurlandamóti U-19 ára

blak throttur u19 ikastFjórir leikmen Þróttar eru í íslenska U-19 ára landsliðinu sem tekur þátt í Norðurlandamótinu sem fram fer í Ikast í Danmörku.

María Rún Karlsdóttir, Heiða Elísabet Gunnarsdóttir og Gígja Gunnarsdóttir, sem kom frá Leikni í haust, eru í stelpnaliðinu.

Liðið tapaði gegn Noregi og Svíþjóð 0-3 í gær og með sömu tölu gegn Færeyjum í morgun en vann Englendinga í umspili um 5. – 7. sætið sætið fyrir stundu 3-2.

Lokaleikurinn er um sæti við Færeyjar á morgun.

Ragnar Ingi Axelsson spilar í strákaliðinu. Það tapaði 3-0 fyrir Dönum í gær og 3-1 fyrir Svíum í morgun en mætir Englendingum í lokaleik sínum í kvöld.

Fararstjórinn kemur einnig frá Þrótti en það er Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, formaður blakdeildarinnar.

Frá vinstri: Heiða, Ragnar, María og Gígja. Mynd: Þróttur

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar