Færist í vöxt að heilu fjölskyldurnar hlaupi saman

vetrarhlaup hlaupaheraFyrsta hlaupið í vetrarhlaupasyrpu Hlaupahéranna á Egilsstöðum fer fram næstkomandi laugardag.

Um er að ræða sex 10 kílómetra hlaup sem hlaupin eru síðasta laugardag í mánuði frá október og fram í mars, að desemberhlaupinu undanskildu sem fer fram á gamlársdag. Keppendur safna stigum eftir árangi og stigahæstu einstaklingar eru verðlaunaðir í lok vetrar.

Alltaf er hlaupið frá íþróttahúsinu klukkan 11:00 og skráning fer fram á staðnum hálftíma fyrir hlaup. Þátttökugjald er 1000 krónur og innifalið í því er létt hressing og frítt í sund eftir hlaup. Dregið um veglegan útdráttarvinning að hlaupi loknu. Austurfrétt hafði samband við Elsu Guðnýju Björgvinsdóttur, en hún er ein af þeim sem er í forsvari fyrir hlaupasyrpuna.


Gulrót fyrir hlaupara

„Vetrarhlaupasyrpan er hugsuð sem ákveðin gulrót fyrir hlaupara til að halda sér við efnið yfir vetrartímann. Það getur oft verið erfitt að drífa sig út að hlaupa yfir þessa dimmustu mánuði og þá er gott að hafa einhverja fasta punkta eins og vetrarhlaupin til að stefna á.

Það er ákveðinn kjarni sem er mjög duglegur að mæta í hlaupinn og svo slæðast alltaf nýjir með líka. Við verðum alltaf mjög ánægð þegar það koma hlauparar úr nágrannabyggðalögunum og viljum endilega fá sem flesta, byrjendur og lengra komna, af öllu Austurlandi," segir Elsa Guðný.


Allir hvattir til þess að taka þátt

Hlaup hafa orðið sífellt vinsælli á síðustu misserum. „Mér finnst það sífellt færast í vöxt að heilu fjölskyldurnar hlaupi saman og setji sér sameiginleg markmið um að taka þátt í ákveðnum hlaupum. Þetta er sport fyrir alla, allir geta gengið/skokkað á sínum hraða og það þarf ekki að leggja út í mikinn kostnað, mestu skipir að vera á góðum skóm, annað skiptir minna máli þegar maður er að byrja. Við hvetjum alla hlaupara, nær og fjær, byrjendur sem lengra komna til að taka þátt með okkur.

Gamlárshlaupin eru svo mjög skemmtileg. Það er virkilega gaman að hittast á milli hátíðinna og hressa sig aðeins við fyrir átök kvöldsins með því að hlaupa. Á aðfangadagsmorgun höfum við líka staðið fyrir sérstöku „jólaljósaskokki" það er ekki keppnishlaup heldur bara rólegt skokk þar sem við skokkum um bæinn og virðum fyrir okkur jólaskreytingar bæjarbúa. Það er alltaf mjög skemmtileg stemmning yfir því.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.