Blak: Fimm Þróttarar í landsliðsverkefnum um helgina

blak bikarhelgi 0069 webFimm leikmenn Þróttar eru í U-17 ára landsliðunum sem taka þátt í Norðurlandamótinu sem haldið er í Kettering í Englandi um helgina.

Þær Gígja Guðnadóttir, Heiða Elísabet Gunnarsdóttir og María Rún Karlsdóttir og Særún Birta Eiríksdóttir eru í stelpnaliðinu.

Skammt er á milli verkefna hjá Gígju, Heiðu Elísabetu og Maríu Rún því þær voru í U-19 ára liðinu sem spilaði á Norðurlandamótinu í Danmörku fyrir tveimur vikum. Stelpnaliðið vann Finna í sínum fyrsta leik fyrir hádegi í oddahrinu.

Atli Fannar er í sínu fyrsta landsliðsverkefni en hann spilaði með strákaliðinu sem tapaði 0-3 fyrir Dönum í gær.

Hér heima hefst bikarkeppnin í blaki í kvöld þegar B-lið Þróttar tekur á móti Völsungi í kvennaflokki. Leikurinn hefst í Neskaupstað klukkan 19:00.

Í ár er í fyrsta sinn í langan tíma keppt með útsláttarfyrirkomulagi. Til leiks eru skráð 27 lið, 16 kvennalið og 11 karlalið.

Höttur leikur sinn fjórða leik í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Liðið heimsækir Keflavík í leik sem hefst klukkan 19:15.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.