Fjórar Þróttarstúlkur í silfurliði Íslands

throttur blak u17 cropFjórir Austfirðingar voru í U-17 ára landsliðinu í blaki sem kom heim með silfurverðlaun af Norðurlandamóti um helgina. Karlalið Hattar í körfuknattleik er komið áfram í 16 liða úrslit í bikarkeppni karla án þess að þurfa að mæta liðinu sem það dróst gegn.

Þær Særún Birta Eiríksdóttir, María Rún Karlsdóttir, Heiða Elísabet Gunnarsdóttir og Gígja Gunnarsdóttir, sem allar spila með Þrótti í vetur, voru í U-17 ára landsliðinu í blaki sem vann silfurverðlaun á Norðurlandamótinu sem leikið var í Kettering á Englandi.

Liðið byrjaði með sigri á Finnum í oddahrinu á föstudagsmorgun sem mun vera fyrsti sigur íslensks blaklandsliðs á Finnum. Næstir vannst þægilegur 3-0 sigur á Færeyingum og loks 3-0 sigur á heimamönnum.

Ekki gekk jafnvel gegn Finnum í úrslitaleiknum sem tapaðist 0-3 eftir fremur jafnar hrinur.

Atli Fannar Pétursson var í strákaliðinu sem varð í neðsta sæti mótsins.

B-lið Þróttar er úr leik í bikarkeppninni í blaki eftir 1-3 ósigur gegn Völsungi í Neskaupstað á föstudagskvöld.

Höttur dróst gegn B liði ÍR. Það lið dró sig hins vegar úr leik og því fór leikurinn ekki fram.

Höttur spilaði hins vegar í úrvalsdeildinni á föstudagskvöld og tapaði 99-69 fyrir Keflavík á útivelli. Hattarmenn komust yfir með að skora fyrstu körfu leiksins en það var í eina skiptið sem þeir voru yfir.

Keflavík byggði upp mikla forustu í öðrum leikhluta og var að honum loknum 54-31 yfir. Höttur vann lítillega á í þriðja leikhluta en í þeim fjórða stakk Keflavík aftur af.

Tobin Carberry var stigahsætur hjá Hetti með 26 stig en Mirko Stefán Virijevic átti einnig fínan dag og skoraði 13 stig.

Tveir fyrrum Hattarmenn voru í Keflavíkurliðinu. Ragnar Gerald Albertsson, sem spilaði eystra í fyrra, átti góðan dag þar sem hann skoraði 10 stig og tók 5 frákost á rúmum 13 mínútum. Andrés Kristleifsson spilaði hins vegar 14 mínútur án þess að skora.

Mynd: Blakdeild Þróttar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.