Körfubolti: Höttur átti ekki séns í KR - Myndir

karfa hottur kr nov15 atli 0020 webHöttur er enn stigalaus á botninum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir 50-85 ósigur gegn Íslandsmeisturum KR á Egilsstöðum í gærkvöldi. Hattarmenn sáu aldrei til sólar í leiknum.

KR-ingar stungu af um miðjan fyrsta leikhlut með því að breyta stöðunni úr 10-15 í 10-21. Þar með var kominn á helmingsmunur sem hélst nánast allan leikinn, sama þótt heildarstigum leiksins fjölgað.

Munurinn var fljótt kominn upp í 20 stig í öðrum leikhluta. Hattarmenn virtust stressaðir og gerðu mikið af mistökum í sókninni. Þeir fengu dæmd á sig skref, fóru í vonlaus skot, hentu boltanum út af eða jafnvel beint í hendur KR-inga.

Það var rétt í lok fyrri hálfleiks sem þeir gerðu sig seka um kæruleysi. Annars héldu þeir dampi út í gegn og refsuðu grimmilega. Yngri leikmenn fengu tækifæri og nýttu þau vel, einkum Þórir Þorbjarnarson sem varð þeirra stigahæstur með 18 stig.

Tölfræðin endurspeglast líka í framlagi bekkjar, varamenn Hattar skoruðu 11 stig en 43 hjá KR.

Tobin Carberry skoraði 17 stig hjá Hetti og tók 10 fráköst, sá eini sem kom yfir 10 stigin.

Myndir: Atli Berg Kárason

karfa hottur kr nov15 atli 0021 webkarfa hottur kr nov15 atli 0027 webkarfa hottur kr nov15 atli 0038 webkarfa hottur kr nov15 atli 0086 webkarfa hottur kr nov15 atli 0136 webkarfa hottur kr nov15 atli 0144 webkarfa hottur kr nov15 atli 0162 webkarfa hottur kr nov15 atli 0180 webkarfa hottur kr nov15 atli 0186 webkarfa hottur kr nov15 atli 0188 webkarfa hottur kr nov15 atli 0195 webkarfa hottur kr nov15 atli 0198 webkarfa hottur kr nov15 atli 0215 webkarfa hottur kr nov15 atli 0236 webkarfa hottur kr nov15 atli 0264 webkarfa hottur kr nov15 atli 0315 webkarfa hottur kr nov15 atli 0319 webkarfa hottur kr nov15 atli 0340 webkarfa hottur kr nov15 atli 0346 webkarfa hottur kr nov15 atli 0379 webkarfa hottur kr nov15 atli 0387 webkarfa hottur kr nov15 atli 0404 webkarfa hottur kr nov15 atli 0433 webkarfa hottur kr nov15 atli 0489 webkarfa hottur kr nov15 atli 0498 webkarfa hottur kr nov15 atli 0519 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.