Síðasti leikur í körfunni fyrir jól: Það verður allt skilið eftir á gólfinu

Höttur tekur á móti Haukum í síðasta leik sínum fyrir jólafrí í Domino's deild karla í körfuknattleik í kvöld. Fyrirliði Hattar segir leikmenn liðsins ákveðna í að gefa allt sitt í kvöld.


„Það verður skilið allt eftir inná vellinum í kvöld! Baráttan verður í fyrirrúmi," segir fyrirliðinn Hreinn Gunnar Birgisson, fyrirliði Hattar.

Hann segir alla leikmenn liðsins heila og „meira en klára" í leikinn.

Liðin voru saman í riðli í Lengjubikarnum á undirbúningstímabilinu og þá var Höttur ekki fjarri sigri. „Við spiluðum hörkujafnan leik við þá í haust. Við þurfum að spila okkar leik en ekki þeirra í kvöld og þá ætti þetta að vera í góðu."

Fyrir leikinn er Höttur á botni deildarinnar án sigurs í 10 fyrstu leikjunum en Haukar í fjórða sæti með sex sigra.

Vangaveltur hafa verið um framtíð Bandaríkjamannsins Stephen Madison hjá Haukum en eftir því sem Austurfrétt kemst næst verður hann með í kvöld.

Eftir umferð kvöldsins er Íslandsmótið hálfnað og gert verður þriggja vikna hlé yfir jól og áramót.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.