Blak: Góð ferð austur hjá HK

Þróttur tapaði fyrir HK í síðasta leik liðanna í síðasta leik þeirra í úrvalsdeild kvenna í blaki 1-3 í Neskaupstað á laugardag. Þróttur er í þriðja sæti þegar hlé er gert á deildinni.


HK stelpur höfðu algjöra yfirburði í fyrstu hrinu og gerðu nánast út um hana strax með að komast í 1-8, þótt Þróttur skoraði fyrsta stigið og síðan 2-12 og 3-15 áður en hrinunni lauk 14-25.

HK var aftur komið með undirtökin í annarri hrinu og leiddi þar 9-15. Þá tók við magnaður kafli Þrótar sem jafnaði í 21-21 og skoraði síðan fjögur stig gegn einu í lokin.

Þriðja hrinan var jöfn framan af en eftir að staðan var 12-13 komu sjö stig í röð frá HK sem nánast gerðu út um hana. Kópavogslið vann hana 14-25.

HK hafði áfram yfirburði í fjórðu hrinunni. Munurinn var mestur tíu stig, 10-20 en Þróttur bjargaði andlitin með fimm stigum í röð áður en HK skoraði þau tvö síðustu og vann 19-25.

Mótið er nú hálfnað og er Þróttur í þriðja sæti með 13 stig úr sjö leikjum. Fjögur efstu liðin fara í úrslitakeppnina og má lítið bregða út af hjá Þrótti því Stjarnan og KA fylgja fast eftir. HK og Afturelding eru trygg í efstu sætunum.

Næsti leikur Þróttar verður á heimavelli gegn Stjörnunni þann 9. janúar.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.