Blak: Góð ferð austur hjá HK
Þróttur tapaði fyrir HK í síðasta leik liðanna í síðasta leik þeirra í úrvalsdeild kvenna í blaki 1-3 í Neskaupstað á laugardag. Þróttur er í þriðja sæti þegar hlé er gert á deildinni.
HK stelpur höfðu algjöra yfirburði í fyrstu hrinu og gerðu nánast út um hana strax með að komast í 1-8, þótt Þróttur skoraði fyrsta stigið og síðan 2-12 og 3-15 áður en hrinunni lauk 14-25.
HK var aftur komið með undirtökin í annarri hrinu og leiddi þar 9-15. Þá tók við magnaður kafli Þrótar sem jafnaði í 21-21 og skoraði síðan fjögur stig gegn einu í lokin.
Þriðja hrinan var jöfn framan af en eftir að staðan var 12-13 komu sjö stig í röð frá HK sem nánast gerðu út um hana. Kópavogslið vann hana 14-25.
HK hafði áfram yfirburði í fjórðu hrinunni. Munurinn var mestur tíu stig, 10-20 en Þróttur bjargaði andlitin með fimm stigum í röð áður en HK skoraði þau tvö síðustu og vann 19-25.
Mótið er nú hálfnað og er Þróttur í þriðja sæti með 13 stig úr sjö leikjum. Fjögur efstu liðin fara í úrslitakeppnina og má lítið bregða út af hjá Þrótti því Stjarnan og KA fylgja fast eftir. HK og Afturelding eru trygg í efstu sætunum.
Næsti leikur Þróttar verður á heimavelli gegn Stjörnunni þann 9. janúar.