Blak: Þróttur efstur í deildinni

blak throttur ka kvk 14032015 0051 webÞróttur leiðir í úrvalsdeild kvenna eftir að hafa unnið Fylki í hörkuleik á Norðfirði á föstudagskvöld. Höttur er enn án stiga í úrvalsdeild karla í körfuknattleik.

Segja má að Þróttarstelpur hafi verið komnar með bakið upp við vegginn eftir að hafa tapað tveimur fyrstu hrinunum, 22-25 og 17-25.

Líklega gerðu þær sig sekar um að vera værukærar því þær leiddu í fyrstu hrinu upp í 20-19 og höfðu meðal annars verið yfir 20-15 fyrir skömmu áður.

Leikhlé dugði ekki til að koma skikkan á leik liðsins og komst Fylkir yfir í fyrsta sinn í hrinunni, utan þess að hafa skorað fyrsta stigið, í 21-22.

Eftir að staðan hafði verið 13-12 í annarri hrinu hrökk allt í baklás hjá Þrótti og staðan breyttist í 14-21.

Í síðustu þremur hrinunum átti Árbæjarliðið aldrei séns. Þróttur vann þriðju hrinu 25-14, fjórðu 25-13 og hafði yfirburði í oddahrinunni 15-3.

Þróttur í efsta sæti deildarinnar með 10 stig úr 4 leikjum en hefur leikið leik meira en HK og Afturelding sem koma í næstu sætum með 9 stig.

Höttur tapaði fyrir Tindastóli í úrvalsdeild karla í körfuknattleik 80-75 en liðin léku á Sauðárkróki á fimmtudagskvöld. Afleitur annar leikhluti varð Hattarmönnum að falli þar sem staðan var 42-30 í hálfleik.

Tobin Carberrry var stigahæstur Hattarmanna með 28 stig en Mirko Stefán Virijevic átti líka ágætan dag, skoraði 21 stig og tók 10 fráköst.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.