Körfubolti: Höttur í verulega vondum málum eftir tap gegn FSu - Myndir

karfa hottur fsu nov15 0078 webHöttur er aleinn og stigalaus á botni úrvalsdeildar karla í körfuknattleik eftir 71-82 tap fyrir FSu á Egilsstöðum á föstudagskvöld. Hattarliðið glopraði niður forustunni síðustu fimm mínútur leiksins.

Vissulega skiptust liðin 12 sinnum á forustu í leiknum en Höttur var yfirleitt skrefinu á undan, þó aldrei nema svo að það tæki 1-2 sóknir að jafna.

Liðið lenti hins vegar í verulegum villuvandræðum í síðasta leikhluta sem endaði með því að þrír byrjunarliðsmenn fóru út af með fimm villur og sá þriðji spilaði allan leikhlutann með fjórar.

Villurnar hrönnuðust upp á sama tíma og leikurinn rann Hattarmönnum úr greipum. Til viðbótar skipti FSu yfir í svæðisvörn sem Höttur fann ekki lausn á. Sóknarleikur liðsins stirðnaði enda skoraði liðið aðeins tólf stig í leikhlutanum.

Liðin komu saman upp úr fyrstu deildinni í fyrra og voru fyrir leikinn einu stigalausu lið úrvalsdeildarinnar. Segja má að leikurinn hafi verið skyldusigur fyrir Hött þar sem Chris Woods, nýr Bandaríkjamaður í liði FSu, fékk ekki leikheimild í tæka tíð.

Sunnlendingar börðust hins vegar til loka og uppskáru dýrmætan sigur. Með tvö stig í sarpinum, nýjan leikmann og vott af sjálfstrausti nálgast þeir ÍR sem unnið hefur tvo leiki.

Höttur hefur hins vegar tapað tveimur heimaleikjum gegn liðum sem reiknað var með að yrðu í botnbaráttunni. Sóknarleikur liðsins er áfram hálf ráðalaus og á köflum á föstudag virtust leikmenn ekki þora að keyra að körfunni og klára með skoti.

Ljósi punkturinn var leikur Hallmars Hallssonar sem setti niður fimm þriggja stiga körfur og skoraði 17 stig.

Enn einn úrslitaleikurinn býður Hattar um næstu helgi þegar liðið heimsækir ÍR í Breiðholtið.

Mynd: Atli Berg Kárason

karfa hottur fsu nov15 0024 webkarfa hottur fsu nov15 0031 webkarfa hottur fsu nov15 0035 webkarfa hottur fsu nov15 0074 webkarfa hottur fsu nov15 0083 webkarfa hottur fsu nov15 0088 webkarfa hottur fsu nov15 0097 webkarfa hottur fsu nov15 0104 webkarfa hottur fsu nov15 0111 webkarfa hottur fsu nov15 0123 webkarfa hottur fsu nov15 0135 webkarfa hottur fsu nov15 0144 webkarfa hottur fsu nov15 0158 webkarfa hottur fsu nov15 0162 webkarfa hottur fsu nov15 0180 webkarfa hottur fsu nov15 0199 webkarfa hottur fsu nov15 0203 webkarfa hottur fsu nov15 0206 webkarfa hottur fsu nov15 0210 webkarfa hottur fsu nov15 0222 webkarfa hottur fsu nov15 0239 webkarfa hottur fsu nov15 0242 webkarfa hottur fsu nov15 0252 webkarfa hottur fsu nov15 0259 webkarfa hottur fsu nov15 0301 webkarfa hottur fsu nov15 0305 webkarfa hottur fsu nov15 0334 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.