160 keppendur á Íslandsmóti í blaki

blak 3 5 flokkur nesk sthrudaUm 160 ungir blakarar mættu til keppni á Íslandsmótinu í 3. og 5. flokki sem fram fór í Neskaupstað um helgina. Austfirðingar fjölmenntu og náðu ágætum árangri.

Alls tóku 25 lið þátt í mótinu, þar af meira en helmingurinn að austan. Þróttur Neskaupstað átti flest lið, 10 og Huginn Seyðisfirð næst flest, fimm.

Þeim gekk líka ágætlega. Þróttur vann 3. og 5. stig í 5. flokki, B-liðið varð í þriðja sæti á 5. stigi en lið Hugins í því sæti á 3. stigi.

Í þriðja flokki kvenna hjá B-liðum varð lið Þróttar í öðru sæti og Leiknir Fáskrúðsfirði í því þriðja.

Mynd: Sigga Þrúða

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar