Blak: Góðir útisigrar hjá karlaliði Þróttar
Karlalið Þróttar í blaki gerði góða ferð til Reykjavíkur um helgina og vann sameiginlegt lið Þróttar R. og Fylkis tvisvar. Kvennaliðið vann Grundafjörð á heimavelli.Karaliðin mættust fyrst á föstudagskvöld og hafði Norðfjarðarliðið yfirburði í fyrstu hrinu og vann hana 7-25. Næsta vannst 18-25 og sú þriðja 19-25 og leikurinn þar með 0-3.
Seinni leikurinn á laugardag fór einnig 3-0 en var jafnari framan af. Þróttur vann fyrstu hrinu 18-25 og aðra 23-25.
Liðið þurfti að hafa fyrir henni. Reykjavíkurliðið var yfir 20-16 en þá kom góður kafli Norðfjarðarliðsins sem jafnaði í 21-21 og komst síðan yfir 22-23.
Eftir það var eftirleikurinn auðveldur og þriðja hrinan vannst 11-25.
Með sigrunum færðist liðið upp í þriðja sæti og hefur 11 stig úr átta leikjum.
Lið Grundarfjarðar spilar í vetur í fyrsta sinn í efstu deild kvenna og kom í heimsókn austur í Neskaupstað í gær.
Þrátt fyrir að koma langt að og vera nýliðar stóð liðið af Snæfellsnesi aðeins í Austfjarðaliðinu þótt leikurinn færi 3-0 heimaliðinu í vil.
Þróttur vann fyrstu hrinuna 25-16, aðra 25-21 og þá þriðju 25-23 eftir að hafa verið með algjöra yfirburði framan af henni.
Þróttur er í öðru sæti deildarinnar með 13 stig úr 5 leikjum, tveimur stigum minna en topplið HK.
Höttur tapaði fyrir ÍR í Breiðholi 95-81 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á föstudagskvöld. ÍR-ingar tóku forustuna strax og héldu henni þótt Höttur saxaði lítillega á hana í seinni hálfleik.
Mirko Stefán Virijevic átti ágætan dag í liði Hattar, skoraði 28 stig og tók ellefu fráköst. Höttur sem sem fyrr á botni deildarinnar án stiga.