Blak: Góðir útisigrar hjá karlaliði Þróttar

blak throttur ka kk 14032015 0033 webKarlalið Þróttar í blaki gerði góða ferð til Reykjavíkur um helgina og vann sameiginlegt lið Þróttar R. og Fylkis tvisvar. Kvennaliðið vann Grundafjörð á heimavelli.

Karaliðin mættust fyrst á föstudagskvöld og hafði Norðfjarðarliðið yfirburði í fyrstu hrinu og vann hana 7-25. Næsta vannst 18-25 og sú þriðja 19-25 og leikurinn þar með 0-3.

Seinni leikurinn á laugardag fór einnig 3-0 en var jafnari framan af. Þróttur vann fyrstu hrinu 18-25 og aðra 23-25.

Liðið þurfti að hafa fyrir henni. Reykjavíkurliðið var yfir 20-16 en þá kom góður kafli Norðfjarðarliðsins sem jafnaði í 21-21 og komst síðan yfir 22-23.

Eftir það var eftirleikurinn auðveldur og þriðja hrinan vannst 11-25.

Með sigrunum færðist liðið upp í þriðja sæti og hefur 11 stig úr átta leikjum.

Lið Grundarfjarðar spilar í vetur í fyrsta sinn í efstu deild kvenna og kom í heimsókn austur í Neskaupstað í gær.

Þrátt fyrir að koma langt að og vera nýliðar stóð liðið af Snæfellsnesi aðeins í Austfjarðaliðinu þótt leikurinn færi 3-0 heimaliðinu í vil.

Þróttur vann fyrstu hrinuna 25-16, aðra 25-21 og þá þriðju 25-23 eftir að hafa verið með algjöra yfirburði framan af henni.

Þróttur er í öðru sæti deildarinnar með 13 stig úr 5 leikjum, tveimur stigum minna en topplið HK.

Höttur tapaði fyrir ÍR í Breiðholi 95-81 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á föstudagskvöld. ÍR-ingar tóku forustuna strax og héldu henni þótt Höttur saxaði lítillega á hana í seinni hálfleik.

Mirko Stefán Virijevic átti ágætan dag í liði Hattar, skoraði 28 stig og tók ellefu fráköst. Höttur sem sem fyrr á botni deildarinnar án stiga.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.