Heimaleik Þróttar frestað vegna veðurs

blak bikarhelgi 0089 webHeimaleik meistaraflokks kvennaliðs Þróttar í Neskaupstað sem fram átti að fara á laugardag hefur verið frestað.

Áætlað var að Þróttur tæki á móti HK í íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði, en vegna slæmrar veðurspár hefur hann verið blásinn af.

„Ástæðan fyrir því að leikurinn átti að fara fram á Fáskrúðsfirði er sú að íþróttahúsið í Neskaupstað var tvíbókað á laugardag. Við vorum þó alveg tilbúnar til þess að spila á Fáskrúðsfirði, það hefði bara verið skemmtilegt," segir Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, formaður blakdeildar Þróttar.

Líklegt er að leikurinn fari fram í Neskaupstað, laugardaginn 19. desember, en það verður nánar auglýst síðar.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar