Leiknir í undanúrslit Lengjubikarsins

leiknir_sindri_013_web.jpgLeiknismenn tryggðu sér um helgina sæti í undanúrslitum B deildar Lengjubikars karla þegar liðið vann Magna 4-3 í Fjarðabyggðarhöllinni. Leikmenn Fjarðabyggðar voru skildir eftir þar sem flugvél Flugfélags Íslands var of þung þegar hún átti að fara frá Reykjavíkurflugvelli á föstudag.

Almar Daði Jónsson skoraði þrennu fyrir Leikni sem var 4-1 yfir í hálfleik. Leiknismenn fóru þar með upp fyrir Magna og unnu sinn riðil. Leiknismenn mæta sterku liði KV úr Vesturbænum á Akureyri á fimmtudag í undanúrslitum.

Fjarðabyggð átti einnig möguleika á að komast áfram en tapaði 3-7 fyrir Dalvík/Reyni. Þess leiks verður þó væntanlega lengst minnst fyrir að fjórir leikmenn Fjarðabyggðar og báðir þjálfararnir voru skildir eftir í Reykjavík þegar flugvél Flugfélags Íslands hélt austur seinni partinn.

Hvasst var í borginni og þurfti að létta vélina til að koma henni á loft. Allur farangur var þannig skilinn eftir og fótboltamennirnir sem voru á ÍSÍ fargjaldi. Farið var fram á við KSÍ að leiknum yrði frestað en það fékkst ekki þar sem heimalið á ekki rétt á frestun.

Höttur vann Dalvík/Reyni í síðasta leik riðilsins á Fellavelli á sunnudag 5-4. Steinar Aron Magnússon skoraði þar þrennu fyrir Hattarmenn.

Í C deild kvenna vann Fjarðabyggð Tindastól 0-2 um helgina.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.