Bobba: Þarf ég að muna númer hvað þessi titill er?

blak_throttur_hk_meistarar_06042013_0087_web.jpgÞorbjörg Ólöf Jónsdóttir, betur þekkt sem Bobba, segist vera búin að týna tölunni á því hversu oft hún hafi orðið Íslandsmeistari í blakinu. Alltaf sé jafn gaman að lyfta titlinum, sérstaklega fyrir framan áhorfendur í Neskaupstað.
„Vá, þarf ég að muna það,“ svaraði Bobba þegar Austurfrétt bað hana eftir leikinn að telja titlana. „Á tímabili var það þannig að það kom bikar á eftir barni. Ég á þrjú börn þannig að þetta er að minnsta kosti sá þriðji.“

Ljóst er að sú tala á Íslandsmeistaratitlunum er alltof lág. Bobba, sem varð 39 ára í síðasta mánuði, segir samt að alltaf sé jafn gaman að lyfta titlunum.

„Það er sérstaklega gaman eftir svona leik á heimavelli. Við vorum fínar í fyrstu tveimur hrinunum en drullu síðan á okkur í næstu tveimur. Við vissum að við hefðum tvo leiki í viðbót en við vildum klára rimmuna hér heima. Við náðum að rífa okkur upp og klára leikinn.

Að þessu sinni fagnaði hún með dóttur sinni Maríu Rún Karlsdóttur sem var meðal varamanna Þróttara.

„Stemmingin í húsinu var geðveik með trommum og hverju sæti skipuðu. Þetta er besti heimavöllur á landinu. Án þessara áhorfenda værum við ekki hér.

Við erum ekki bara með heilt bæjarfélag með okkur heldur sá maður fólk frá Eskifirði, Reyðarfirði, Egilsstöðum og Seyðisfirði þegar maður horfði upp í stúkuna. Þetta var rosalega gaman.“


 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.