Leiknir vann Síldarvinnslubikarinn

leiknir kda meistarar 29042013 0007 webLeiknir Fáskrúðsfirði hampaði Síldarvinnslubikarnum í knattspyrnu eftir 4-5 sigur á Hetti í lokaleik mótsins. Austfirska knattspyrnusumarið byrjar af alvöru í dag.

Leiknismenn höfðu þegar tryggt sér titilinn í mótinu, sem er undirbúningsmót austfirsku liðanna, þegar flautað var til leiks þeirra gegn Hetti í Fjarðabyggðarhöllinni.

Leiknir vann alla fjóra leiki sína í mótinu og hlaut tólf stig. Höttur og Fjarðabyggð, sem voru hin liðin tvö í keppninni, skildu jöfn í báðum leikjum sínum og hlutu því ekki nema tvö stig hvort lið.

Höttur mætir fyrst austfirsku liðanna til leiks í deildakeppninni í ár en liðið tekur á móti Ægi í annarri deild karla á Fellavelli klukkan tvö í dag.

Liðið tekur síðan á móti Einherja á þriðjudagskvöld í forkeppni bikarkeppninnar. Einherji sló þar út Leikni með 0-3 sigri um síðustu helgi. Fjarðabyggð og Sindri mætast sama kvöld í keppninni á Höfn. Í bikarkeppni kvenna tekur Fjarðabyggð á móti Sindra eftir viku.

Leiknir, Fjarðabyggð og Huginn mæta til leiks í þriðju deild karla um næstu helgi. Fjarðabyggð og Höttur mætast í innbyrðisviðureign í fyrstu umferð B riðils fyrstu deildar kvenna föstudagskvöldið 24. maí og Einherji, eina austfirska liðið í fjórðu deild karla, hefur keppni í C-riðli 25 maí. Liðið leikur þá tvo leiki á tveimur dögum, gegn Ísbirninum í Kórnum í Kópavogi klukkan tvö á laugardag og síðan gegn Létti á Hertz vellinum í Breiðholti klukkan eitt sunnudaginn 26. maí.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.