Fanney skoraði þrennu í sigri Hattar á Fjarðabyggð: Myndir
Höttur vann öruggan sigur á Fjarðabyggð 0-3 á Norðfjarðarvelli í gærkvöld í fyrsta leik liðanna í Íslandsmótinu í knattspyrnu. Fanney Þórunn Kristinsdóttur skoraði öll þrjú mörkin.Höttur náð strax tökum á leiknum með mörkum Fanneyjar á 14. og 16. mínútu. Bæði mörkin skoraði hún með góðum skotum utan teigs.
Hattarliðið sótti mun meira í leiknum. Sérstaklega fóru þær upp kantana í gegnum Heiðdísi Sigurjónsdóttur og Katie Goetzman.
Fyrirliðinn Ástrós Eiðsdóttir átti bestu sprettina í sókn Fjarðabyggðar en var einangruð frammi og Hattarvörnin átti auðvelt með að loka á hana.
Sókn Hattar hélt áfram í seinni hálfleik og skullu tvö skot gestanna í stönginni. Þá átti Ragnhildur Ósk Sævarsdóttir frábæran leik í mark Fjarðabyggðar. Hún greip oft vel inn í þegar Hattarmenn voru við það að komast í færi.
Það var því ekki ósanngjarnt að Fanney skoraði sitt þriðja mark. Það kom eftir fyrirgjöf á 91. mínútu. Hins vegar var svekkjandi fyrir Fjarðabyggð að fá á sig þriðja markið þegar leikurinn hafði í raun fjarað út.