Ólafur Hlynur: Við fengum á okkur slysamörk
Ólafur Hlynur Guðmarsson, sagðist sáttur við leik Fjarðabyggðar þrátt fyrir 0-3 tap gegn Hetti á Norðfjarðarvelli í 1. deild kvenna í gærkvöldi. Enn séu að bætast leikmenn í hópinn sem styrki hann verulega.„Mér fannst spilamennskan nokkuð góð og við berjast vel en við fengum á okkur slysamörk. Tapið hefði ekki átt að vera svona stórt,“ sagði Ólafur í samtali við Austurfrétt eftir leikinn.
Nokkuð er um meiðsli í Fjarðabyggðarhópnum og tvær fóru meiddar af leikvelli í kvöld. „Það kemur maður í manns stað og þær sem komu inn á í kvöld stóðu sig ótrúlega vel.“
Þá á Fjarðabyggð von á liðsstyrk frá Danmörku. Ein er þegar komin, Rie Koltoft og þrjár eru væntanlegar.
„Hún spilaði mjög vel í dag og breytti leik okkar helling. Það verður ekkert gefið að leika gegn okkur hér á Norðfirði eða annars staðar þar sem við leikum.“