Fanney Kristins: Alveg til að í að spila á miðjunni ef ég held áfram að skora

kff hottur kvk 24052013 0126 webFanney Þórunn Kristinsdóttir var hetja Hattar í 0-3 sigri á Fjarðabyggð á Norðfjarðarvelli í fyrstu deild kvenna í gærkvöldi en hún skoraði öll þrjú mörkin. Hún lék framar á vellinum en hún er vön og segist fyllilega tilbúin að gera það áfram miðað við þessa byrjun.

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég skora þrjú mörk í alvöru leik þannig að mér fannst þetta mjög skemmtilegur leikur,“ sagði Fanney í samtali við Austurfrétt eftir leikinn.

Fanney lék áður með Keflavík og þá fyrst og fremst sem miðvörður. Í kvöld var hún færð fram á miðjuna og það skilaði sér í mörkunum.

„Ég er alveg til í að spila sem miðvörður en ég er líka til í að halda mig á miðjunni fyrst ég byrja svona vel þar.“

Hún var ánægð með leik Hattarliðsins sem styrkti sig í vikunni með tveimur Bandaríkjamönnum, markverðinum Shelby Tomasello og vængmanninum Katie Goetzmann.

„Mér fannst við spila mjög vel saman. Bandarísku stelpurnar komu á miðvikudaginn og smellpassa inn í liðið.“

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.