Fimm Norðfirðingar fulltrúar Austurlands á Smáþjóðaleikunum

Þróttur Neskaupsstað í úrslitumFjórir leikmenn Þróttar Neskaupstaðar eru í íslensku landsliðunum í blaki sem hófu keppni á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg í dag. Fleiri leikmenn liðanna eiga ættir að rekja til Norðfjarðar þótt þeir séu ekki á mála hjá Þrótti.

Í kvennalandsliðinu eru þær Erla Rán Eiríksdóttir, Hulda Elma Eysteinsdóttir og Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir en Hulda Elma var í vetur valinn leikmaður ársins í Mikasa-deild kvenna. Þá er Matthías Haraldsson, þjálfari Þróttar, þjálfari kvennalandsliðsins.

Liðið hóf keppni á leikunum gegn Kýpur í morgun og tapaði 3-0.

Áður hafði liðið siplað í forkeppni HM í fyrsta sinn. Liðið var í riðli með Lettlandi, Eistlandi og Litháen og tapaði öllum leikjum sínum.

Valgeir Valgeirsson er fulltrúi Norðfirðinga í karlalandsliðinu. Liðið spilaði gegn Kýpur í dag og tapaði 3-0 líkt og kvennalandsliðið.

Þá var karlaliðið í forkeppni HM og lék gegn Grikklandi, Noregi og Svíþjóð. Það tapaði leikjunum þremur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar