Öxi þríþrautarkeppni: Krefjandi ævintýri fyrir alla
Þríþrautarkeppnin Öxi verður haldin öðru sinni laugardaginn 29. júní. Keppnin skiptist upp í sund, hlaup og hjólreiðar. Dagskrá verður alla helgina í tilefni keppninnar í Djúpavogshreppi.Keppnin hefst á 750 metra sjósundi frá Staðareyri og suður yfir Berufjörð. Þar er búningaaðstaða sem keppendur geta notað og stíga svo á reiðhjól og hjóla inn Berufjarðardal og upp á Öxi, 13 km leið.
Næst tekur við 19 km leið hlaupandi yfir í Fossárdal og að Eyjólfsstöðum þar sem aftur er farið á hjólin og hjóluð 18 km leið út á Djúpavog.
Í boði er einstaklingskeppni auk þriggja manna liðakeppni þar sem menn skipta með sér greinum. Þar að auki gefst fólki kostur á því keppa í einstökum hlutum keppninnar.
Fjallvegurinn yfir Öxi tengir saman Djúpavogshrepp og Fljótsdalshérað. Vegurinn fer hæst í um 530 metra hæð yfir sjávarmáli.
Auk þríþrautarkeppninnar, sem fyrst var haldin í fyrra, er fjölbreytt dagskrá í boði í Djúpavogshreppi um helgina fyrir alla fjölskylduna. Þar má nefna göngu á Búlandstind, gúmmískóagöngu, sandkastalakeppni, tásutölt og strandgolf.
Keppnisgjald er 3.500 krónur eða 1.500 krónur vilji menn aðeins spreyta sig á einum legg. Nánari upplýsingar um keppnina er hægt að fá á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., á Djupivogur.is og á Facebook.